Námskeið fyrir dyraverði er unnið í samstarfi við HSU, Vestmannaeyjabæ og Lögregluna í Vestmannaeyjum. Námskeiðið er ætlað starfandi dyravörðum og/eða þeim sem hyggjast starfa við dyravörslu. Þá hentar námskeiðið einnig starfsfólki hótela og veitingahúsa sem t.d. vinna næturvaktir. Námskeiðið er starfstengt og er ætlað að efla þátttakendur í starfi. Að námskeiði loknu fá þátttakendur dyravarðaskírteini sem Lögreglan gefur út en skírteinið gildir í þrjú ár.
Námsgreinar
- Ábyrgð og hlutverk dyravarða
- Fyrsta hjálp
- Fjölmenning
- Samskipti – erfiðu atvikin
- Brunavarnir og sjálfsvörn
Uppbygging náms
Kennt er mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 16:00
Dyravarðaskírteini
Sótt er um dyravarðaskírteini á rafrænu formi eða á lögreglustöðinni á Krókhálsi 5b, 2.hæð. Hægt er að sækja um dyravarðaskírteini til þriggja ára áður en námskeið hefst og verður það þá afhent við námskeiðslok.
Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná minnst 80% mætingu.
Til viðbótar við námskeiðið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta sótt um skírteini:
- Vera að minnsta kosti 20 ára
- Hafa ekki gerst sekir/ar um ofbeldis- eða fíkniiefnabrot á síðastliðnum fimm árum.
Smelltu hér til að skrá þig