Hönnun og handverk með Jónu Heiðu Sigurlásdóttur
Megintilgangur með námi í Smiðju er að námsmenn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform. Í Smiðju er leitast við að styrkja hæfni í verklegum starfsgreinum, með hagnýtum viðfangsefnum þar sem áhersla er lögð á að afla þekkingar og þjálfa leikni við raunhæfar aðstæður. Í því felst að skipuleggja, undirbúa, vinna og skila verki sem er starf, eða hluti af starfi, sem þekkt er á vinnumarkaði og tilheyrir fjölbreyttum atvinnuvettvangi í list- og verkgreinum. Í náminu læra námsmenn að vinna verk sín á vandaðan og hagkvæman hátt, með öryggi sitt og annarra í huga og leggja sig fram um að standa við áætlanir sínar.
Smiðjuna má meta til allt að 8 framhaldsskólaeininga.
Jóna Heiða er með tvöfalt leyfisbréf; grunnskólakennara og framhaldsskólakennara í myndlist.
Hún tók fornám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands Hún fór sem Erasmus skiptinemi í Universität der Künste, Berlín . Jóna Heiða er með Diplomu í kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands og M.Art Ed. í listkennslu frá sama skóla.
Einnig hefur hún lokið ECTS einingum frá Háskóla Íslands í leikskólakennarafræðum og Háskólanum á Bifröst í menningarhagfræði.
Jóna Heiða hefur verið í kennslu til fjölda ára. Hún hefur starfað sem myndlistarkennari og deildarstjóri á leikskóla, kennt myndmennt, smíði og sinnt afleysingum í grunnskóla. Í dag er hún myndlistarkennari í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Jóna Heiða er ásamt kollega sínum með Listasmiðju náttúrunnar og er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún hefur einnig unnið að ýmsum fjölbreyttum verkefnum sem koma að myndlist, hönnun og kennslu ungmenna.
Kennsla fer fram frá12. september – desember 2023 og kennt verður eftir hádegi tvo daga vikunnar.
Fjölbreyttar og skemmtilegar kennsluaðferðir í anda Jónu Heiðu þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín.
Nánari upplýsingar veitir Minna Björk í síma 847-6690 – Stéttarfélög hafa verið að styrkja slík námskeið- athugaðu þinn rétt
Smelltu hér til að skrá þig