Réttindi og skyldur

Verkferlar - Nemendur

Nemendur Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja hafa rétt á því að leiðbeinendur og kennarar leggi fram kennsluáætlun sem að staðið er við. Þar koma fram ákveðin loforð og námsmarkmið sem að kennsluáætlun felur í sér.

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni, umgengni og samskiptum sínum við aðra nemendur og starfsfólk.

Réttur nemenda skal vera tryggður á þann hátt að nemendur fá í hendurnar gögn þar sem fram kemur hverju er lofað í náminu og til hvers sé ætlast af nemanda í náminu og hvernig námsmat muni fara fram.

Stjórnendur og verkefnastjórar námskeiða og námsleiða munu bera ábyrgð á innritun. Þá eru þeir í samskiptum við leiðbeinendur og kennara, auk nemanda gerist þess þörf.

Leiðir fyrir nemendur til að leita réttar síns

Leiðir fyrir nemendur til að leita réttar síns

Réttindi nemenda

Nemendur og aðrir sem sækja nám, námsleið eða námskeið á vegum Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja hafa rétt á að láta skoðun sína í ljós.

Ætíð skal gæta réttmætis þegar málin eru skoðuð og lagt upp með að ágreiningsefni séu rædd af virðingu og sanngirni þar sem markmiðið mun ætíð vera að leita lausna innan stofnunarinnar sé sá möguleiki fyrir hendi.

Hjá Visku starfar náms- og starfsráðgjafi. Eitt af megin hlutverkum hans er að vera hagsmunaaðili nemenda. Ef ágreiningur kemur upp skal ætíð byrja á því að leita til náms- og starfsráðgjafa Visku.

Ef einhverra hluta vegna er ekki hægt að leita til náms- og starfsráðgjafa Visku skal leita til forstöðumanns. Ef það er heldur ekki mögulegt skal leita til formanns eða varaformanns stjórnar Visku. Upplýsingar um stjórn Visku má finna á heimasíðu https://viskave.is/ hverju sinni. Þar má finna nöfn stjórnar- og varastjórnar.

Ágreiningsmál

Ágreiningsmál skulu ætíð berast með skriflegum og rekjanlegum hætti.

Við vinnslu mála skal taka mið af stjórnsýslulögum um framhaldsfræslu nr. 27/2010. Ágreiningsmál fara í ferli þar sem skrifuð er frávika- og úrbótaskýrsla.

Ef til þess kemur að beita þurfi viðurlögum skal nemandi ætíð vera upplýstur um heimildir til að kæra ákvörðun fræðsluaðila til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Ef upp kemur að hegðun nemanda reynist erfið og/eða óviðeigandi skal leita orsaka þess og vinna í því að finna bót á því m.a. með viðtölum við nemanda. Starfsfólki er óheimilt að beita líkamlegum refsingum og líkamlegu inngripi í refsingarskyni.

Komi upp ágreiningur á milli nemenda, milli nemanda/nemanda og kennara og/eða annarra starfsmanna og ekki tekst að finna lausn á málinu skal því vísað til forstöðumanns. Hið sama gildir komi fram brot á reglum eða brot á almennu hátterni.

Komi upp ágreiningur milli nemenda og kennara um mat á úrlausn/lokaeinkunn sem ekki tekst að leysa þeirra á milli geta nemendur snúið sér til forstöðumanns og óskað eftir mati sérstaks matsmanns. Þá skal kveða til óháðan matsaðila sem metur námsmatið. Úrskurður matsmanns gildir og fer ekki áfram til æðra stjórnunarvalds.

Ef ofangreint dugar ekki nemendum skal vísað til næsta stjórnsýslusviðs, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og til viðkomandi stéttafélags til að fá aðstoð.

Leiðir fyrir nemendur til að leita réttar síns

Leiðir fyrir starfsfólk

Réttindi og skyldur starfsfólks

Aðilar sem starfa fyrir Visku eiga rétt á því að fá leiðbeiningar og stuðning innan Visku hjá forstöðumanni og náms- og starfsráðgjafa. Einnig eiga þeir rétt á að leita til síns fagfélags og stéttarfélags eftir því sem við á.

Starfsfólk og einstaklingar sem starfa fyrir Visku bera ábyrgð á hegðun sinni og framkomu og skal fylgja reglum jafnt laga- og siðferðislega. Einnig skal hafa siðareglur síns fagfélags til hliðsjónar.

Starfsfólk og verktakar fá verklýsingu frá Visku sem mikilvægt er að fylgja eftir.

Viska er bæði með starfsfólk á launaskrá og í verktöku. Starfsmaður á launaskrá ber ábyrgð á að skila sínu starfi og sinna sínum verkefnum og fær laun greidd samkvæmt kjara- og undirrituðum ráðningarsamningi. Þau sem starfa fyrir Visku undirrita trúnaðarsamning.

Einstaklingur sem er verktaki er ráðinn í tímabundin verkefni. Gerður er verktakasamningur við viðkomandi sem felur í sér ákveðið verkefni og ákveðnar verktakagreiðslur pr. klst. Verktakinn skal vinna út frá reglum og skyldum starfsfólks Visku. Verktaki ber ávallt ábyrgð á því að senda reikning á Visku fyrir störf sín.

Leiðir fyrir starfsfólk

Komi upp sú staða að starfsfólk og verktakar þurfi að leita réttar síns. Skal ætíð byrja á því að leita til forstöðumanns. Sé málið þess eðlis að það sé ekki hægt, skal leita til formanns eða varaformanns stjórnar. Gangi það ekki upp skal viðkomandi leita til síns stéttarfélags.

Viska notast m.a. við skjal frá Kennarasambandi Íslands sem unnið var af vinnuumhverfisnefnd KÍ.

HÉR

Vestmannaeyjum 5.janúar 2022

Start typing to see posts you are looking for.