Náms-og starfsráðgjöf hjá Visku

Starfið

Starfið skiptir miklu máli í lífi hvers manns. Vinnumarkaðurinn í dag gerir síauknar kröfur til starfsmanna um fjölbreytta hæfni og þekkingu.  Starfsmaðurinn þarf því að vera meðvitaður um hvað hann hefur uppá að bjóða, taka oftar en einu sinni ákvarðanir varðandi starfsferil sinn og vera tilbúinn til að auka menntun sína og þjálfun til þess að geta tryggt sér starf sem höfðar til áhuga hans og hæfileika.  Sá sem hugar þannig að starfsferli sínum getur aukið ánægju sína og sjálfstraust í starfi, og fyrirtæki fá þar með betri starfsmann.  Það getur hinsvegar verið vandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki að vita hvernig best sé að vinna að þessu.  Þar getur náms- og starfsráðgjöf komið að góðum notum.

Viska býður upp á ókeypis ráðgjöf

Hefur þú verið að velta fyrir þér námi og störfum?

Margvísleg ráðgjöf fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki.


Bókaðu ráðgjöf í síma: 866 -7837 á milli 8:30 -12:00 eða í gegnum netfangið solrunb@viskave.is

Ráðgjöfin

Sólrún , náms- og starfsráðgjafi Visku býður upp á slíka aðstoð bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Sólrún er með fjarráðgjöf sem að hefur reynst mörgum vel. 

Ráðgjöfin fyrir einstaklinga er þeim að kostnaðarlausu, og fyrirtækjum bjóðast ýmsir styrkir frá stéttarfélögum fyrir slíka þjónustu.

Hægt er að bóka viðtal og fá nánari upplýsingar um þjónustuna  hjá Sólrúnu í síma 866-7837 (á milli 8:30-12) og í gegnum netfangið, solrunb@viskave.i

Viska aðstoðar þig við að finna þína leið