Aðstoð og aðstaða

- Fyrir nemendur -

Framboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt og við flesta íslenska háskóla er boðið upp á fjarnám af einhverju tagi. Kennsluaðferðir eru samkvæmt ákvörðun skóla hverju sinni. Sumar námsbrautir gera ráð fyrir að nemendur stundi námið eingöngu í gegnum tölvubúnað, aðrar gera ráð fyrir notkun á myndfundabúnaði, sumar námsbrautir gera þá kröfu til nemenda að þeir mæti í fjarfundi meðan aðrar gera minni kröfur um slíkt.

Fjarnemendur við háskólana og aðra skóla geta tekið próf hjá Visku en verða sjálfir að bera ábyrgð á því að þeir séu skráðir til próftöku.

Við flutning Visku í nýtt að Ægisgötu bjóðum við upp á bætt húsnæði og aðstöðu þar með talin námsaðstaða fyrir fjarnema. Fjarnemar þurfa að nálgast lykil að aðstöðunni og borga tryggingagjald.

Nemar geta keypt prentun á gögnum hjá þjónustufulltrúa.
Nánari upplýsingar veitir þjónustufulltrúi í síma 4880100.

Fullorðinsfræðsla fyrir fólk með fötlun


- Við erum hér fyrir þig