Um Visku

Stjórn visku -Aðalmenn

Helga Björk  Ólafsdóttir – formaður 

Lilja B. Arngrímsdóttir – varaformaður

Unnur B. Sigmarsdóttir 

Davíð Guðmundsson

Arnar Hjaltalín

Stjórn visku - Varamenn

Sólrún Gunnarsdóttir

Thelma Gísladóttir

Guðmundur Jóhann Árnasson

Endurskoðendur voru kjörnir:

Deloitte – endurskoðun  og skoðunarmenn Ólafur
 Elísson og Arnar Sigurmundsson.

Skipulagsskrá og stofnaðilar

VISKA er Fræðslu- og símenntunarmiðstöð.

Viska var stofnuð í janúar árið 2003. Markmiðið með stofnun VISKU – Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum er að:

 • efla menntun í Vestmannaeyjum með því a standa fyrir fræðslustarfsemi sem ekki heyrir undir námsskrárbundið nám á grunn- og framhaldsskólastigi, nema sérstaklega verði um það samið
 • bjóða upp á ráðgjöf og raunfærnimat
 • hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu á sem flestum sviðum
 • miðla framboði á fræðslu og fjarkennslu til almennings og atvinnulífs í Vestmannaeyjum.
 • vinna í samstarfi við aðra aðila í landinu sem sinna símenntun, endurmenntun og menntun á háskólastigi
 • vera í fararbroddi að nýtingu á bestu fáanlegri fjarkennslutækni hverju sinni.

Reikna má með að framboð á námi verði meira en hingað til hefur verið. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði á þátttöku félagsmanna sinna vegna námskeiða á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva um land allt. Námskeið á vegum VISKU eru auglýst í bæjarfréttablöðum og á vinnustöðum. VISKA er til húsa að Ægisgötu 2 annarri hæð – þar sem hún hefur til umráða skrifstofu og kennslustofur í samvinnu við aðrar stofnanir í Þekkingasetri Vestmannaeyja.

Stofnaðilar

 • Vestmannaeyjabær og skólar
 • Sparisjóður Vestmannaeyja (nú Landsbankinn)
 • Vinnslustöðin hf.
 • Ísfélag Vm hf.
 • Tölvuskóli Vm ehf. (nú Tölvun)
 • Tölvun ehf.
 • Eyjasýn ehf.
 • Skipalyftan hf.
 • Verslunarmannafélag Vm (nú deild innan VR)
 • Starfsmannafélag Vestmannaeyja (Stavey)
 • Drífandi, Stéttarfélag
 • Verkstjórafélag Vestmannaeyja
 • Sveinafélag járniðnaðarmanna ( nú Fit)
 • Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum (nú Heilbrigðisstofnun Suðurlands)
 • Stjórnunarfélag Vm
 • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
 • Háskóli Íslands og Vestmannaeyjabær (nú ÞSV)
 • Háskólinn á Akureyri
 

Húsnæði

Viska er staðsett að Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum. Þar er að finna tvær kennslustofur sem hvor um sig eru fullbúnar tæknilega til fjarfunda. Einnig eru tvær minni kennslustofur/fundarherbergi. Námskeiðahald Visku fer fyrst og fremst fram í húsnæði Visku að Ægisgötu 2 nema húsnæðið dugi ekki til vegna aðbúnaðar og tækja. Séu námskeið hins vegar þess eðlis að það sé ekki hægt þá hafa skólarnir leigt Visku húsnæði til námskeiðahalds, sem og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Viðurkenning Menntamálastofnun

EQM+ Gæðavottun

Ægisgata 2 | 900 Vestmannaeyjar

Vantar þig upplýsingar eða aðstoð?

Hafðu samband viska@viskave.is

S: 488 0115 & 488 0116

Start typing to see posts you are looking for.