Námskeiðið hentar öllum sem vilja gera breytingar í fjármálunum og tileinka sér nýjar aðferðir og skipulag. Áhersla er á að öðlast næga þekkingu til að geta stýrt fjármálunum af öryggi og geta sett sér raunhæf markmið. Farið verður yfir helstu hugtök í fjármálum og þær vörur sem bankar og fjármálafyrirtæki bjóða og þann kostnað sem þeim fylgir. Þá verður farið í uppsetningu á einföldu skipulagi, hvernig hægt er að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin og ýmis verkfæri kynnt til að nýta fjármuni sem best.
Leiðbeinandi: Þóra Valný Yngvadóttir, Viðskiptafræðingur og markþjálfi.
Tími : 21. 23. 28. og 30. maí 2024 kl: 13:00-15:30
Verð: 37900
Námskeiðið verður að hluta til í fjarkennslu.