Karlaráðstefnan Skjöldur
Laugardaginn 19. október
Skráning á viskave.is
Verð: 24.000 kr og matur innifalinn
Dagsrká:
Kl 13:00 Martin Eyjólfsson
Kl 14:00 Þorkell Máni Pétursson
Kl 15:00 Léttar veitingar
Kl 15:30 Þorsteinn Bachman
Kl: 17:00-19:00 Smakkupplifun og happy hour á Brothers Brewery
Kl 19:00 Burger og bjór á Einsa kalda
Martin Eyjólfsson
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu er Eyjamaður í húð og hár. Hann hefur verið sendiherra fyrir Ísland í Berlín og Genf, stýrt alþjóðlegum samningaviðræðum og flutt dómsmál fyrir Ísland í dómstólum EFTA og ESB.
Martin eða Malli eins og við þekkjum hann best, lék með IBV á sínum tíma og fékk viðurnefnið bjargvætturinn eftir að hafa bjargað liðinu frá falli á elleftu stundu tvö ár í röð.
Í erindi sínu mun Malli fjalla um hvernig húmor og auðmýkt gegna lykilhlutverki í stjórnun og geta skipt sköpum í myndun sterkrar liðsheildar. Í því skyni rifjar hann upp hvernig “fögnin” samhliða nýjum áherslum í samskiptum breyttu botnliði í topplið á nokkrum vikum sumarið 1995 og hvernig þessi nálgun hefur nýst við stjórnun og rekstur utanríkisþjónustunnar sem telur rúmlega 300 starsmenn í 27 löndum.
Þorkell Máni Pétursson
Þorkel Máni eða Máni á x- inu er Garðbæingur og fjölmiðlamaður. Hann er giftur eyjakonunni Bjarney Björns. Máni starfaði sem útvarpsmaður í rúm tuttugu ár en er núna framkvæmdarstjóri Paxal. Mána þekkja flestir fyrir skemmtilegar og oft litríkar skoðanir á hlutunum og skrifaði hann bókina Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi sem hlaut mikla athygli.
Hann starfar einnig sem umboðsmaður og viðburðarhaldari og er með margt af okkar allra besta tónlistarfólk á sínum snærum.
Í erindi sínum fjallar hann um karlmennskuna í allri sinni dýrð.
Þorsteinn Bachman
Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína. Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari og kvikmyndaframleiðandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur Þorsteinn stundað og kennt hláturjóga.
Í erindi sínu fer Þorsteinn yfir ávinning þess að létta andrúmsloftið á vinnustaðnum í gegnum húmor. Helstu tegundir húmors eru kynntar, farið yfir jákvæða og neikvæða notkun húmors og hvernig við getum markvisst byrjað að vinna með húmorinn á vinnustaðnum okkar.
Í fyrirlestrinum bendir Þorsteinn á einfaldar en öflugar leiðir til að nota húmor, leikgleði og hlátur til að efla traust, samheldni og liðsanda á vinnustaðnum.
Hlátur hefur í för með sér bæði skammtíma- og langtímaáhrif. Helstu rannsóknir í stjórnunarsálfræði sýna fram á að jákvæð notkun húmors á vinnustað leiðir af sér:
Léttara andrúmsloft
Minna stress
Hraðari tengslamyndun
Betri tilfinningu fyrir að tilheyra á vinnustaðnum
Bætt mat á frammistöðu stjórnenda
Aukna tilfinningu fyrir samheldni
Betri geðheilsu
Nánari samskipti
Minni feimni
Auðveldari úrlausnir vandamála
Eftir hverju erum við að bíða? Komum hlátrinum og gleðinnni í gang strax í dag. Með jákvæðri notkun á húmor sköpum við hamingjusamari, samheldnari og árangursríkari liðsheild.