Saumanámskeið með Selmu Ragnars
ALMENNT SAUMANÁMSKEIÐ. Fatasaumur og endurnýting
Námskeiðslýsing:
- Farið í grunnvinnu fatasaums og unnið með ferilinn að búa til flík frá gunni.
- Farið í grunnatriði við breytingar og viðgerðir.
- Farið yfir notkun og stillingar saumavélarinnar (þátttakendur koma með sínar eigin vélar)
- Að taka mál og finna sína stærð út frá máltöflu.
- Taka upp snið úr blöðum og aðlaga þau.
- Efni og efnisnotkun, t.d. að leggja snið rétt á efni.
- Saumför og sniðning.
- Þátttakendur sauma flík að eigin vali og er leiðbeint með val á efnum.
- Annars nokkuð frjálst verkefnaval
Ein Overlockvél og gufustraujárn verður á staðnum.
25. febrúar 17:00-21:00
26.febrúar 17:00-21:00
27. febrúar 17:00-21:00
Smelltu hér til að skrá þig
Staðsetning : Hvíta húsið