Langar þig að læra að gera jólakrans ?
Námskeið með Birgittu í Húsasmiðjunni þar sem þú lærir að gera þinn eigin jólakrans.
Birgitta Karen Guðjónsdóttir er með 29 ára reynslu í blómafaginu. Hún hefur sótt námskeið í garðyrkuskólanum og farið á blómaviðburði á Ítalíu.
Birgitta mun kenna grunninn að vefja og aðferðir við að skreyta krans eftir þínu höfði. Hvort sem um er að ræða hurðakrans, veggkrans eða borðkrans. Efniskostnaður s.s greni, kúlur, könglar og borði er innifalin í námskeiðinu sem Birgitta kemur með á staðinn. Kerti þarf að koma með ef á að gera kertakrans.
Smelltu hér til að skrá þig