Viska heldur námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri. Námskeiðin verða haldin um allt Suðurland og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Miðað er við að þátttakendur noti spjaldtölvur eða snjallsíma á námskeiðinu.
Markmiðið er að þátttakendur:
- Þjálfist í rafrænum samskiptum, að nota tölvupóst og þjónustur á vefsíðum, fái þjálfun í að nota rafræna þjónustu og skilríki, s.s. vegna Heilsuveru, Skattsins, heimabanka o.fl.
- Læri að versla á Netinu og að bóka viðburði og þjónustur, s.s. leikhús, flug, gistingu o.fl.
- Læri að nota samfélagsmiðla og efnisveitur, s.s. Facebook, Netflix o.fl.
- Lögð verður áhersla á verklega kennslu sem miðast við hvern og einn
Hvert námskeið er 8 klukkustundir. Kennt er tvær klukkustundir í senn
18, 20, 25 og 27 október.
Hópur 1 er kukkan 10-12
Hópur 2 er klukkan 13-15
Námskeiðið er kostað af félagsmálaráðuneytinu og er því þátttakendum að kostnaðarlausu .
Innritun og upplýsingar í síma 4880115 og 4880116 eða á netfanginu fridahronn@snjallvefur.is