Viska og Fjölmennt ætla að efna til námskeiðs í reglum í handbolta dagana 5. og 6. desember næstkomandi. Dagur 1 fer í það að fara yfir reglur í handboltanum og dag 2 verður stefnt á að taka æfingaleik. Þeir sem að eru að æfa handbolta og stefna á að taka þátt í STJÖRNULEIKNUM ganga fyrir á þetta námskeið.
Kennarar eru Sindri Ólafsson dómari og Bergvin Haraldsson þjálfari og dómari. Menn með massíva reynslu til margra ára í þessari íþrótt!