Í náminu er fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem í gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina. Náminu er ætlað að styrkja starfshæfni og sjálfstraust þátttakenda ásamt því að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. Móttaka og miðlun er á 2. þrepi hæfniramma og mögulegt er að meta til 3 framhaldsskólaeininga.
Námsmat:Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Námsleiðin fer af stað þegar að við erum komin með 10.manna hóp.
Námsskrá: https://frae.is/storage/2022/01/Mottaka-og-midlun_utlitFA.pdf
Nánari upplýsingar:
Fríða Hrönn Halldórsdóttir: fridahronn@snjallvefur.is
Sólrún Berþórsdóttir: solrunb@snjallvefur.is