Þann 20. apríl næstkomandi verður haldin í annað sinn Kvennaráðstefnan
Mey – kraftur kvenna á Heimaey.
Markmiðið er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla.
Mey er tilvalin fyrir vinnustaði – vinkonur– mæðgur – systur – frænkur eða bara allar konur sem vilja gera sér glaðan dag og næra sig á líkama og sál.
Dagskrá:
13:00-13:30
Bryndís Kjartansdóttir – Að hafa brosið bjart og augun skær
Bryndís er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og algjör gleðisprengja.Bryndís er Yogakennari og markþjálfi og hefur farið í dásamlegar ferðir til Bali og Ítalíu með kvennahópa við góðan orðstír. Hún mun gefa tóninn fyrir daginn.
13:30-14:30
Ragna Árnadóttir – Burt með þægindarammann
Ragna er lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hún var fyrst kvenna til að vera skipuð skrifstofustjóri Alþingis árið 2019. Ragna er rómuð fyrir að vera hrókur alls fagnaðar þar sem hún kemur. Býr yfir mikill reynslu og þekkingu og skrifað fjölmargar góðar greinar.
14:30-15:00
Kaffi og léttar veitingar
15:00-16:00
Ragnhildur Þórðardótti – Listin að setja mörk. Einfalt verkfæri fyrir aukið sjálfstraust og meiri sálarró. Ragnhildur eða Ragga nagli eins og við þekkjum hana flestar er sálfræðingur og pistlahöfundur. Hún er sjálfstætt starfandi á eigin sálfræðistofu í Kaupmannahöfn og tekur fjarviðtöl í gegnum Kara Connect fjarfundabúnað. Hún heldur reglulega heilsufyrirlestra fyrir stofnanir og fyrirtæki og er með ýmiss konar námskeið eins og að nærast í núvitund og að setja mörk. Ragga er þekkt fyrir stórskemmtilega pistla sem hitta oftar en ekki beint í mark.
16:00-17:00
Hildur Guðný Þórhallsdóttir – Allar saman nú 1,2,3…..
Hildur Guðný nam klassískan píanóleik og jazzsöng við Tónlistarskóla FÍH. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1998 og um haustið sama ár hóf hún störf sem tónfræðakennari við Tónlistarskóla FÍH . Hildur Guðný vinnur mjög mikið í verkefnum tengdum sköpunarþætti tónlistarkennslu og er einn af frumkvöðlum þess háttar kennslu á Íslandi. Hún starfar sjálfstætt við skapandi tónlistarkennslu á öllum skólastigum í almennum skólum jafnt sem í tónlistarskólum.. Hildur vinnur einnig með hópefli í skólum, fyrirtækjum á ráðstefnum og skemmtunum þar sem hún hristir saman hópa af öllum aldri, stærðum og gerðum með hrynþjálfun, trommuslætti, söng og dansi með einstaklega skemmtilegri nærveru. Gleðirythmanámskeið sem Hildur hefur haldið hafa slegið í gegn og mun hún sannarlega hrista upp í ráðstefnunni. Engrar forkunnáttu er krafist, eina skilyrðið er að kunna að klappa saman lófunum, almennur hressleiki og stórt bros.
17:00-20:00
Rölt um miðbæ Vestmannaeyja. Tilvalið að taka röltið í góðra kvenna hópi og skoða úrvalið á eyjunni okkar fögru. Verslanir verða með lengri opnunartíma og einnig hægt að kíkja við á veitingastaði eða bari og fá sér hressingu.
20:00
Veitingastaðurinn Einsi kaldi
Sérvalin geggjaður tveggja rétta matseðill að hætti Einsa Kalda þar sem við höfum staðinn út af fyrir okkur. Einar kann sannarlega að gleðja bragðlaukana og láta fara vel um gestina sína í notalegu umhverfi.
Staðsetning : Sagnheimar
Verð : 15.900
Skráning: viskave.is
Smáa letrið
Ráðstefnugjald fæst ekki endurgreitt.
Matur er ekki innifalinn í verði.
Ef einhverjar upplýsingar vantar hafið þá endilega samband í tölvupósti – viska@viskave.is
Smelltu hér til að skrá þig