Viltu eiga gott líf þrátt fyrir langvinna verki?
Markmið námskeiðis:
Langvinnir verkir hafa yfirleitt veruleg áhrif á lífsgæði fólks og þátttöku þeirra í daglegu lífi. Margir lýsa þessu þannig að þeir séu að “horfa á lífið renna hjá”. Þetta þarf að stoppa – því það eiga allir rétt á því að eiga gott líf – þrátt fyrir verki og annað vesen!
Dagana 29 og 30 nóvember verður Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi með námskeið í lífsgæðahönnun – að læra að lifa vel með langvinnum verkjum. Farið verður m.a. yfir:
- Hvað langvinnir verkir eru
- Hvernig hægt er að hafa áhrif á verki og síþreytu
- Verkfæri sem hjálpa til við að auka lífsgæði, almenna ánægju og þátttöku í daglegu lífi
- Leiðir til að hversdagurinn geti farið að ganga upp
- Hvernig á að setja sér markmið með mildi – sem raunverulega geta gengið upp.
Þetta námskeið er fyrir þig ef…
- …þú ert búin/n að vera með sömu verkina í a.m.k. 3-6 mánuði og þeir eru ekkert að minnka.
- …verkir eru farnir að trufla þig í daglegu lífi og eru farnir að valda þér streitu, þreytu og kvíða.
- …þú ert (loksins) tilbúin/n að setja þig og velferð þína í fyrsta sæti!
Leiðbeinandi:
Hrefna er iðjuþjálfi og starfar sem sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar. Hún er með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri og hefur m.a. komið að kennslu í meistaranámi við HA. Hennar áhugasvið í Iðjuþjálfun er gleði, temprun og markmiðssetning.
Tímasetning:
Námið er dagana 29 og 30 nóvember (þriðjudag og miðvikudag) frá 16:30 til 18:30 hvorn dag.
Verð:
Verðið er einungis 5.900 á mann.
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá. Við hvetjum fólk til að skrá sig sem allra fyrst á netfangið [netfang] eða í síma [sími] til að tryggja þátttöku.
Athugið að námskeiðið er opið öllum og minnum á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.