Betri tjáning – örugg framkoma við öll tækifæri
49.000 kr.
Langar þig til að eiga auðveldara með að spjalla við fólk í fjölmenni, sér í lagi þegar þú þekkir fáa? Viltu verða betri í að halda tækifærisræður? Hefurðu áhuga á að læra hvernig hægt er að taka virkari þátt í umræðum á fundum? Finnst þér þú tala of hratt þegar spennan tekur völdin? Hvernig er best að tjá sig á fjarfundum?
Sirrý Arnardóttir hefur um árabil aðstoðað fólk við að tjá sig af meira öryggi og kennt ýmsar aðferðir sem beita má í samskiptum við ólíkar aðstæður. Þá hefur hún leiðbeint fólki um góð samskipti í rafheimum – en þar er sannarlega hægt að misstíga sig.
Örugg tjáning í rafheimum. Fundir og fyrirlestrar á Teams/Zoom er orðinn sjálfsagður partur af lífi okkar í leik og starfi. En hvernig komum við fyrir í rafheimum og hvernig kunnum við á þennan samskiptamáta? Hagnýtur og skemmtilegur fyrirlestur og umræður með Sirrý Arnardóttur fjölmiðlakonu, háskólakennara, fyrirlesara og rithöfundi.
Lengd: Klukkustund og fer fram á Teams.
Samskiptafærni og örugg tjáning. Vinnustofa með Sirrý Arnardóttur þar sem fjallað er um það að njóta sín í samskiptum, sýna sína bestu hliðar, nýta sér sviðsskrekk og standa með sér t.d. á fundum, atvinnuviðtölum, mannamótum.
Lengd: 3 klst og fer fram hjá Visku í Vestmannaeyjum.
Að koma fram. Vinnustofa, framhald með Sirrý Arnardóttur þar sem fjallað er um að semja og halda tækifærisræður. Kennd skotheld aðfer við að undirbúa ,,óundirbúna” ræðu. Hvað virkar vel og hvað einkennir bestu ræðuskörungana. Hagnýtar aðferðir við að takast á við sviðsskrekk. Að höndla neikvæða strauma á fundum, að virkja hópinn. Fatnaður, rödd, líkamsstaða. Að finna sinn stíl og njóta sín í samskiptum.
Lengd: 3 klst og fer fram hjá Visku í Vestmannaeyjum
- Fyrir hverja: Hentar fyrir vana og óvana ræðumenn.
- Hvernig: Fyrirlestrar, umræður, hópverkefni og einstaklingsverkefni fyrir þá sem það vilja.
- M.a. byggt á bókinni ,,Betri tjáning – örugg framkoma við öll tækifæri” sem Veröld gaf út 2023. Höf. Sirrý Arnardóttir.