Fréttir

Kynning á matsveina og matartæknanámi í MK

Næstkomandi vor útskrifast fyrsti hópur matsveina- og matartækna sem stundað hafa nám með dreifnámssniði við Menntaskólann í Kópavogi. Þetta námsfyrirkomulag hófst haustið 2019 til að koma til móts við þá einstaklinga á landsbyggðinni sem hafa ekki möguleika á að sækja nám lengra til.

Fyrirkomulag kennslunnar er með þeim hætti að bóklegir áfangar eru kenndir á Teams en verklegir áfangar með blönduðu fyrirkomulagi; að hluta til á Teams (heimaverkefni) og  í staðbundnum lotum.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu skólans  https://www.mk.is/is/namsleidir/fullordinsfraedsla-idnnam/dreifnam

 

Á undanförnum árum hafa kröfur til starfsmanna í mötuneytum og eldhúsum aukist. Vinnustaðir óska eftir starfsfólki með aukna þekkingu á margs konar sérfæði s.s. ofnæmis- og óþolsfæðis eða óskafæði eins og grænkerafæði. Á heilbrigðisstofnunum er óskað eftir starfsfólki með enn meiri sérfæðisþekkingu. Með þessu bréfi viljum við kynna matsveina- og matartæknanám sem er hagnýtt nám fyrir þá sem starfa eða vilja starfa við matreiðslu og stjórnun í eldhúsum leik-, grunn- og framhaldsskóla, almennra vinnustaða og heilbrigðisstofnana. Námið er einnig heppilegt fyrir þá sem starfa á skipum og við ferðaþjónustu.

 

Í matsveinanáminu sem tekur tvær annir í skóla er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja og matreiða hollan og góðan mat frá grunni samkvæmt næringarráðleggingum Embætti landlæknis. Nemendur læra um næringarþarfir mismunandi hópa, að næringarútreikna matseðla og hvernig mæta má óskum vinnustaða.

 

Í matartæknanáminu sem tekur þrjár annir í skóla læra nemendur um skipulagningu og matreiðslu á ýmiss konar sérfæði og sérhæfa sig í matreiðslu á fæði með breyttri áferð og öðru sértæku fæði. Jafnframt er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja og matreiða hollan og góðan mat frá grunni samkvæmt næringarráðleggingum Embætti landlæknis. Nemendur læra um næringarþarfir mismunandi hópa, að næringarútreikna matseðla og hvernig mæta má óskum vinnustaða. Samhliða skólanámi er vinnustaðanám og starfsþjálfun.

 

Einstaklingur sem hefur náð 23 ára aldri og og er með 3 ára staðfesta starfsreynslu í viðkomandi fagi stendur til boða mat á raunfærni til styttingar á náminu.

Matartæknar tilheyra heilbrigðisstétt og að loknu námi sækja nemendur um starfsleyfi hjá Embætti Landlæknis.

 

Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna er hægt að hafa samband við áfangastjóra verknáms, Baldur Sæmundsson á netfangið baldur.saemundsson@mk.is  eða deildarstjóra matartæknadeildar gudny.jonsdottir@mk.is

 

Undirritaðar vilja hvetja fræðslumiðstöðvarnar til að auglýsa matsveina og matartæknanámið og dreifnámsfyrirkomulagið á sínum vettvangi.

 

Opið er fyrir innritun í Menntagát, www.menntagatt.is  til 15. maí 2022