Námið hentar vel þeim sem ekki hafa að fullu lokið grunnskólaprófi eða ekki verið lengi í námi. Námið er ætlað fólki sem vill byggja upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinunum og undirbúa sig skv. aðalnámskrá framhaldsskóla; íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum með áherslu á ensku og/eða dönsku. Grunnmennt 1 er undirbúningur fyrir Grunnmennt 2. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.
Námið er staðnám og kennsla fer fram í húsnæði Visku við Ægisgötu 2.
Námsskrá: https://frae.is/storage/2022/01/Namskra-FA-Grunnmennt-201120-loka-vthe.pdf
Námsgreinar
- Íslenska
- Enska
- Stærðfræði
- Tölvu- og upplýsingatækni
- Námstækni, sjálfsstyrking og samskipti.
Kennt verður tvo seinniparta í viku og alla laugardaga.
Námsmat: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Við þurfum að fresta því að byrja Grunnmennt 1 en tökum ákörðun um miðjan september hvort að við förum af stað. Við þurfum fleirri skráningar til þess að byrja. Hvetjum alla sem að hafa áhuga á að vera í sambandi við okkur.
Nánari upplýsingar:
Fríða Hrönn Halldórsdóttir: fridahronn@snjallvefur.is
Sólrún Berþórsdóttir: solrunb@snjallvefur.is