Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri til að njóta útivistar og samveru í fallegri náttúru eyjanna. Við komum saman og förum á ný svæði í hverjum tíma þar sem við kynnumst dásamlegri náttúru, lærum örnefni og skoðum ólíka staði.
Sindri Ólafsson, leiðir okkur um náttúruna á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Stundum notum við hop on – hop off strætó, sem gerir okkur kleift að kanna mismunandi svæði og upplifa fjölbreytileika umhverfisins.
Námskeiðið er ætlað einhverfu fullorðnu fólki sem hefur áhuga á að auka félagslega virkni og njóta samveru í öruggu og jákvæðu umhverfi.
Dagsetningar:
23. september
30. september
7. október
14. október
28. október
4. nóvember
11. nóvember
18. nóvember
Tími: 16:00-17:00
Verð: 6,900 kr