Uppleið – staðnám
Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð sem ætlað er að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar og greiða leið þeirra til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi. Markmiðið er að auka færni námsmanna til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan.
Námsskrá: https://frae.is/storage/2022/01/Namskra-Uppleid-nam-byggt-a-hugraenni-atferlismedferd.pdf
Aðeins 8 manns komast á námskeiðið. Þeir sem eru með stutta formlega skólagöngu hafa forgang.
Námsmat: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Kennari : Fríða Hrönn Halldórsdóttir, Náms- og starfsráðgjafi menntuð í hugrænni atferlismeðferð.
Námsleiðin er kennd á Ægisgötu 2 í húsnæði Visku og fer fram á mánudögum og fimmtudögum
kl: 09:00 – 13:00.
24.október- 10.nóvember