Tréútskurðarnámskeið
7. & 8. febrúar
kl. 10–16 í Hvíta húsinu
Verð: 59.900 kr.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja dýpka kunnáttu sína. Allt efni og áhöld eru innifalin – þú þarft aðeins að mæta með opinn hug og löngun til að skapa.
Á námskeiðinu lærir þú meðal annars:
Að velja réttu útskurðarjárnin og sjá um brýnsu og umhirðu.
Að yfirfæra teikningu á við og framkvæma grunnútskurð.
Yfirborðsmeðhöndlun og merkingu á verkefnum.
Byrjendur munu skera út bakka og framhaldsnemar vinna erfiðari eða sérsniðin verkefni eftir áhuga.
Leiðbeinandi – Stefán
Stefán hefur 22 ára reynslu í tréskurði og hóf að skera út aðeins 11 ára gamall. Hann lærði við Skurðlistaskóla Hannesar Flosasonar þar sem hann lauk 7. stigi aðeins 17 ára gamall – fyrstur allra.
Hann hefur síðan þá unnið fjölbreytt og krefjandi verkefni, allt frá lágmyndum og þrívíddarverkum til skreytinga á húsgögnum, hnífum, bókum og skiltum. Stefán hannar yfirleitt sín eigin mynstur og leggur áherslu á nákvæmni og handbragð.
