Skrifstofuskóli er sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrifstofustörf, eða hugar að frekara námi í þeim geira. Markmiðið er að veita fólki á vinnumarkaði hæfni til að starfa við fjölbreytt störf á skrifstofu og að námsmenn efli sjálfstraust sitt og starfsfærni og fái verkfæri og verkferla sem nýtist þeim í starfi. Námið spannar 160 klukkustundir og gefur möguleika á að fá það metið til allt að 8 eininga á framhaldsskólastigi.
Meðal annars inniheldur námið kennslu í eftirfarandi námsgreinum:
Canva
Tölvu- og upplýsingatækni (Word, PowerPoint, Excel)
ChatGPT
Bókhald
Þjónustu
Samskiptum
Markmiðasetningu
Verslunarreikningi
Verð: 78.800 kr.
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til flestra stéttarfélaga.
Skráning fer fram í gegnum viska@viskave.is
Nánari upplýsingar veitir Tanya Rós í gegnum tanya@viskave.is
