Skemmtilegt námskeið með Selmu Ragnars þann 31. mars og 1. apríl
•Farið í grunnvinnu fatasaums og unnið með ferilinn að búa til flík frá gunni.
•Farið í grunnatriði við breytingar og viðgerðir.
•Farið yfir notkun og stillingar saumavélarinnar (þátttakendur koma með sínar eigin vélar)
•Að taka mál og finna sína stærð út frá máltöflu.
•Taka upp snið úr blöðum og aðlaga þau.
•Efni og efnisnotkun, t.d. að leggja snið rétt á efni.
•Saumför og sniðning.
•Þátttakendur sauma flík að eigin vali og er leiðbeint með val á efnum.
Annars nokkuð frjálst verkefnaval