Sigrún Ella Koditor ætlar að vera með námskeið fyrir einstaklinga með fötlun í piparkökubakstri. Námskeiðið stendur yfir í tvær klukkustundir þann 12.nóvember frá kl:14:30-16:30.
Kennt verður í eldhúsi Barnaskóla Vestmannaeyja og allt hráefni er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fjölmennt.