Ígrundaðar samræður foreldra
Námskeiðið er kennt með aðferðinni ígrundaðar samræður foreldra sem hvetur foreldra til þess að líta inn á við, skilja eigin viðbrögð og tengja þau við fyrri reynslu ásamt því að öðlast aukinn skilning á eigin barni/börnum.
Foreldrar fá tækifæri til þess að hitta aðra foreldra, ræða reynslu sína, hlusta á reynslu annarra og þannig öðlast aukna meðvitund í uppeldinu.
Thelma Ósk er menntuð leikskólakennari með viðbótardiplómu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Thelma hefur 10 ára reynslu í starfi með börnum hjá Hjallastefnunni.