Ertu kona á aldrinum 35-70 ára
Þá ertu stödd “einhversstaðar” á breytingaskeiðinu og hormónar eru undir breytingum.
Þú ert kannski að stimpla þig inn í breytingaskeiðið eða hefur verið þar nokkur ár og finnur fyrir “alls konar”:
Þú ert of heit, sefur illa, ert þreytt, orkulítil, viðkvæm og sveiflukennd, þú hefur kannski fitnað um óæskileg kíló á magan og þau virðast bara hafa komið af sjálfu sér og fitubrennslan hefur einhvernveginn bara stoppað!
Eða þú er komin yfir hinum megin við bakkan, hætt á blæðingum en það er ýmislegt sem ekki hefur lagast.
Þú ert með verki og bólgur í liðum og vöðvum, þú ert ennþá þreytt og auka kílóin eru enn þrjósk.
Bólgur flækjast inn í alla starfsemi líkamans, hvort sem það eru hormónakerfið, meltingin eða fitubrennsla. Það hindrar þig í að vera þú og sú sem þú vilt vera, gera og framkvæma.
Ekki örvænta! Hjálpin er á leiðinni.Það er hægt að gera fullt og losa um gamlar bólgur og örva fitubrennsluna.