Fyrirtækjakynning Visku
Okkur hjá Visku langar að bjóða til hádegisfunda á vorönn 2025 einn fimmtudag í mánuði. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum munu kynna starfsemi sína og eru fundirnir opnir öllum sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi annarra fyrirtækja sem eru í eyjum. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar og því mikilvægt að skrá sig . Fjölmörg stór og smá fyrirtæki eru í Vestmannaeyjum svo stefnan er að halda áfram í haust ef vel tekst til og áhugi er fyrir hendi.
Hlökkum til að sjá ykkur