Færni á vinnumarkaði er útfærsla á tillögu starfshóps um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og er hluti af framkvæmda landsáætlunar um réttindi fatlaðs fólks. Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og fer af stað í fyrsta sinn á landsvísu núna um miðjan september. Námið er 70 klst fræðsla og 110 klst starfsþjálfun, samtals 180 klst. Að loknu námi fá þeir þátttakendur sem standast hæfnimið staðfestingu á hæfni með Fagbréfi atvinnulífsins. Fræðslu hluti námsins fer fram 2x í viku, Mánudaga 09:00-12:00 og miðvikudaga 13:00-16:00 í VISKU Vestmannaeyjum og starfsþjálfun á mismunandi vinnustöðum 3x í viku ca 2-3 klst í senn. Megintilgangur með náminu er að nemar fái góða innsýn í að leysa verkefni sem felast í starfinu sem námslýsing fæst við, læri og þjálfist í vinnulagi, verkkunnáttu, vinnusemi og samstarfi. Áhersla er á almenna og starfstengda starfshæfni nema eins og hún hefur verið skilgreind hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Í fræðslunni verður farið yfir allt milli himins og jarðar sem viðkemur því að vera starfsmaður, allt frá því að ræða heilsueflingu, samskipti, verklag og yfir í reglur og skyldur á vinnumarkaði.
D-tilbuin-Smidja-1-2-faerni-vinnumarkadur-Namskra-FA2024.pdf
Leiðbeinandi er Lára Skæringsdóttir
Skráning í sími 847-6690 eða viska@viskave.is
Mánudagar 9:00-12:00
Miðvikudagar 13:00-16:00
Verð: 39.000 kr