Verkferlar - Nemendur
Nemendur Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja hafa rétt á því að leiðbeinendur og kennarar leggi fram kennsluáætlun sem að staðið er við. Þar koma fram ákveðin loforð og námsmarkmið sem að kennsluáætlun felur í sér.
Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni, umgengni og samskiptum sínum við aðra nemendur og starfsfólk.
Réttur nemenda skal vera tryggður á þann hátt að nemendur fá í hendurnar gögn þar sem fram kemur hverju er lofað í náminu og til hvers sé ætlast af nemanda í náminu og hvernig námsmat muni fara fram.
Stjórnendur og verkefnastjórar námskeiða og námsleiða munu bera ábyrgð á innritun. Þá eru þeir í samskiptum við leiðbeinendur og kennara, auk nemanda gerist þess þörf.