Ægisgata 2 | 900 Vestmannaeyjar
Vantar þig upplýsingar eða aðstoð?
Hafðu samband viska@viskave.is
S: 488 0115 & 488 0116

Viska, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, hér eftir nefnd Viska, leggur áherslu á trúnað og öryggi við meðferð persónuupplýsinga í starfsemi sinni. Persónuverndarstefnunni er ætlað að útskýra hvaða upplýsingum er safnað, hvernig þær eru notaðar og hvaða aðgangur er veittur að þeim. Stefnunni er ætlað að stuðla að sameiginlegum skilningi allra sem nota þjónustu Visku sem og þeirra sem starfa fyrir Visku, sitja í stjórn þess eða starfa sem verktakar á vegum þess. Persónuverndarstefnan er byggð á ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679 (GDPR) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. Stefnan gildir um alla þjónustu sem veitt er af Visku og aðilum sem sannanlega vinna á vegum þess.
Viska notar og vinnur með persónuupplýsingar í eftirtöldum tilgangi:
Viska er miðstöð símenntunar í Vestmannaeyjum og starfar sem slíkt á eftirfarandi sviðum:
Viska er sjálfseignarstofnun, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, í eigu fjölmargra félagasamtaka, og stofnana í Vestmannaeyju og víðar. Viska er með þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, starfar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og er viðurkenndur fræðsluaðili frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Vinnsla Visku á persónuupplýsingum fer fram í skýrum tilgangi og byggist á lögmætum grundvelli samkvæmt persónuverndarlögum. Viska leggur áherslu á að ekki sé gengið lengra í vinnslu persónuupplýsinga en þörf krefur.
Persónugreinanlegar upplýsingar eru gögn sem nýtast beint eða óbeint við að bera kennsl á eða hafa samband við tiltekinn einstakling. Upplýsingar sem eru ópersónugreinanlegar teljast ekki persónuupplýsingar.
Ný persónuverndarlög gera m.a. strangar kröfur um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga. Dæmi um viðkvæmar persónuupplýsingar eru um; heilsufar, trúarbrögð, aðild að stéttarfélagi, kynhneigð og þjóðernislegan uppruna. Undir tilteknum kringumstæðum safnar Viska viðkvæmum persónuupplýsingum vegna starfsemi sinnar.
Viska vinnur með eftirfarandi persónuupplýsingar:
Vinnsla tiltekinna persónuupplýsinga er nauðsynleg þegar viðskiptavinir skrá sig í þjónustu hjá Visku. Skráningar einstaklinga í nám fara í gegnum vefsvæði Visku og Facebooksíðu og þar haka þeir við yfirlýsingu um að þeir hafi kynnt sér persónuverndarstefnu Visku. Öllum sem sækja ráðgjöf, fara í raunfærnimat eða fá fræðslu á vegum fyrirtækja er kynnt persónuverndarstefnan. Starfsmenn og verktakar á vegum Visku samþykkja með undirskrift sinni að þeir hafi kynnt sér stefnuna.
Vefsvæði Visku safnar ýmsum upplýsingum er varðar öryggi vefsins eins og IP tölum notenda. Vefsvæðið notar einnig vafrakökur sem safnar upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira. Notendur vefsvæðisins fá upp sprettiglugga þar sem þeim er boðið að samþykkja slíka vinnslu.
Viska notar samfélagsmiðla til að miðla fréttum úr starfsemi sinni og til að auglýsa þjónustu sína. Ef birtar eru persónugreinanlegar upplýsingar eins og t.d. myndir er alltaf leitað samþykkis viðkomandi aðila áður.
Við ákveðnar kringumstæður þarf Viska að deila persónuupplýsingum til þriðja aðila. Slíkar aðstæður geta t.d. komið til vegna; samninga við hagsmunaaðila, vegna beiðni frá opinberum aðilum, vegna vinnu verktaka fyrir Visku, vegna hýsingar á stafrænum gögnum í gagnaverum, vegna málaferla og vegna laga og reglugerða.
Viska leggur áherslu á að persónuupplýsingar séu ekki afhentar þriðja aðila nema fyrir liggi vinnslusamningur milli aðilans og Visku um hvernig skuli unnið með viðkomandi upplýsingar.
Starfsemi sinnar vegna þarf Viska að varðveita ýmsar persónuuplýsingar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Sömuleiðis varðveitir Viska ýmsar persónuupplýsingar er lýtur að starfsmannahaldi, upplýsingagjöf til Menntamálaráðuneytis og annarra samantekta á gögnum í markaðslegum og þróunarlegum tilgangi. Perónuupplýsingar eru varðveittar rafrænt hjá INNU gagnagrunni, rafrænt í gagnaverum Microsoft og gagnaverum Tölvunar og prentaðar í læstum hirslum.
Samkvæmt persónuverndarlögum eiga einstaklingar rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem varðveittar eru um hann. Þá getur hann einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á að persónuupplýsingar um sig verði leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.
Berist Visku spurningar, kvartanir eða athugasemdir varðandi persónuverndarstefnu eða gagnavinnslu er málinu fylgt eftir af framkvæmdastjóra og/eða persónuverndarfulltrúa.
Persónuverndarstefna þessi er hluti af gæðahandbók Visku og er endurskoðuð reglulega. Breytingar á persónuverndarstefnunni geta verið kynntar án fyrirvara.
1. útgáfa desember 2019