Skipulagsskrá og stofnaðilar
VISKA er Fræðslu- og símenntunarmiðstöð.
Viska var stofnuð í janúar árið 2003. Markmiðið með stofnun VISKU – Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum er að:
- efla menntun í Vestmannaeyjum með því a standa fyrir fræðslustarfsemi sem ekki heyrir undir námsskrárbundið nám á grunn- og framhaldsskólastigi, nema sérstaklega verði um það samið
- bjóða upp á ráðgjöf og raunfærnimat
- hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu á sem flestum sviðum
- miðla framboði á fræðslu og fjarkennslu til almennings og atvinnulífs í Vestmannaeyjum.
- vinna í samstarfi við aðra aðila í landinu sem sinna símenntun, endurmenntun og menntun á háskólastigi
- vera í fararbroddi að nýtingu á bestu fáanlegri fjarkennslutækni hverju sinni.