Fréttir

Tveir hópar ljúka Tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri

Þann 22.september  luku tveir hópar í  Tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri sínu námskeiði.  Við fáum að deila hér upplifun Péturs löggu af námskeiðinu og mynd af hópnum hans.

“Viska Símenntun bauð 60+ í tölvu/símakennslu, samtals í 8 tíma. Það er skemmst frá því að segja að ég lennti í frábærum bekk með frábærum bekkjarfélögum og áhugasömum og þolinmóðum kennara sem var frábær. Takk öll sömul fyrir skemmtilegan tíma og Sindri Ólafsson, takk fyrir þolinmæðina og áhugan fyrir kennslunni, ég veit að þetta var ekkert auðvelt verkefni. Ég veit það að við öll komum frá þessu námskeiði með meiri skilning á þessu öllu en við vorum með fyrir. Viska/símenntun, takk fyrir og vonandi verður framald á.” Pétur Steingrímsson

Viska er kominn með 8 manns á biðlista og eru því eins og er einungis 8 pláss laus og er það þannig að fyrstu kemur fyrstur fær. Hægt er að skrá sig hér á síðunni.

https://snjallvefur.is/viska/product/tolvulaesi-60/