Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Gengið er út frá því að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa í kjölfarið farið í nám í greininni og náð sér í réttindi. Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sjá nánar hér.
- Ef þú ert orðin 23 ára.
- Þú hefur verið að vinna við ákveðið fag í nokkur ár.
- Ert komin með góða færni og þekkingu.
- Hefur ekki réttindin.
Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig!