Halldóra Skúladóttir er sannarlega kjarnakona, enda hefur hún hjálpað fjölmörgum í gegnum tíðina. Breytingaskeið kvenna er henni hugleikið þessa dagana, enda er hún sjálf á breytingaskeiðinu og finnst mikilvægt að breyta hugsunargangi allra og útrýma fordómum gagnvart því, enda um eðlilegt skeið að ræða sem helmingur mannkyns gengur í gegnum.
Halldóra ætlar í þessu erindi sínu 8.nóvember að útskýra breytingaskeið kvenna á mannamáli og fer námskeiðið fram á Zoom og er gert ráð fyrir að erindið sé tveir tímar.
Þeir sem skrá sig á námskeiðið fá sendar upplýsingar þar sem að þeir geta sent inn spurningar fyrir erindið og mun hún svara þeim spurningum á erindindinu. Það verður einnig þannig að þeir sem að sækja erindið fá afslátt hjá Halldóru í einstaklingsráðgjöf í 2-3 mánuði eftir erindið.
Allur aldur er hvattur til þess að skrá sig á námskeiðið til þess að fræðast um þetta tímabil, til þess að skrá sig og fræðast hvort sem að þær eru á breytingaskeiðinu, breytingaskeiðið sé framundan eða séu að komast í gegnum það.
Halldóra heldur úti frábærum vef með mikilli fræðslu og upplýsingum: https://www.kvennarad.is/ Þar má einmitt finna einkennalista með einkennum breytingaskeiðsins https://www.kvennarad.is/_files/ugd/7a0a3a_b0b4c608f5674bd594de4f1bf4aa542b.pdf
Nánari upplýsingar veitir Fríða Hrönn, fridahronn@snjallvefur.is og í síma 488-0115
Því miður fellur viðburðurinn niður.