Áhugasviðsgreining
Vissir þú að Viska býður upp á áhugasviðspróf.
Áhugasviðskönnun segir til um hvar áhugasvið fólks liggja og geta gefið vísbendingar um hvaða starfssvið myndi henta. Slík könnun getur því auðveldað þér við val á námi og starfi. Hafa ber í huga að þegar niðurstöðurnar koma tekur við nokkur vinna með náms- og starfsráðgjafa Visku við að kanna nám og störf sem koma til greina fyrir þig. Í þessari vinnu þarf að fara í ákveðna sjálfskönnun þar sem þú skoðar m.a. styrkleika þína, reynslu og gildismat.
Viska býður upp á íslensku áhugasviðskönnunina Bendill. Hún er á kostnaðarverði og kostar 3700 kr.
Könnunin er rafræn og tekur um 35 – 45 mínútur að svara henni. Unnið er síðan úr henni hjá náms- og starfsráðgjafa.
Boðið er upp á:
Frábær síða fyrir þá sem að eru að huga að næstu skrefum