Description
Ferskt pasta er munaðarvara sem gaman er að geta gert sjálfur og þeir sem hafa smakkað heimalagað ferskt pasta vilja helst ekki sjá neitt annaðþaðan í frá. Á þessu námskeiði einbeitum við okkur að ítölsku pasta.
Dásamlegt ítalskt síðdegi með okkar ástkæra Sigga Gisla þar sem við lærum handverkið og tækninni á bak við pastagerð.
· Pastadeig frá grunni og kynnast ýmsum tegundum af skurði á því
· Mismunandi fyllingar
Það verður sannkölluð ítölsk stemming hjá okkur þar sem allt hráefni og kennsla matreiðslumanns er innifalið ásamt veislu sem slegin verður upp í lokin og við njótum þess að borða saman.
26.febrúar
17:00-20:00
Verð: 17.900 kr
Smelltu hér til að skrá þig
Product Enquiry
