Á þessu námskeiði öðlast þú færni í að miðla þekkingu þinni, hugmyndum og sjónarmiðum á áhrifamikinn, skemmtilegan og trúverðugan hátt. Í fyrri hlutanum lærir þú grunnatriði sem efla þig í ræðumennsku, að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn. Þá er kennd einföld og markviss uppbygging á ræðum og kynningum. Þú færð eflingu í að komast að kjarna málsins svo tilgangur ræðunnar sé skýr og hún skili þeim árangri sem þú vilt ná. Í seinni hlutanum lærir þú tækni til að flytja textann hvort sem þú velur að nota glærur,punkta eða ræðu skrifaða frá orði til orðs. Þú færð þjálfun í að miðla skilaboðum þínum á persónulegan og lifandi hátt sem hreyfir við áhorfendum og veitir þeim innblástur.
Leiðbeinandi er María Ellingssen