Tæknilæsi og tölvufærni
17.000 kr.
Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Áhersla er á að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrra tækni og tækja.
Markmið námsins er að:
- Auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu.
- Efla skilning á grunnþáttum stafræns umhverfis og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans.
- Veita námsmönnum hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum.
- Styrkja stöðu námsmanna á vinnumarkaði og veita þeim greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.
Námsþættir
- Fjarvinna og fjarnám
- Sjálfvirkni og gervigreind
- Skýjalausnir
- Stýrikerfi
- Tæknifærni og tæknilæsi
- Öryggisvitund
Námsmat
Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, 80% mætingu og virka þátttöku.
Kennslufyrirkomulag
- Námsleiðin er 43 stundir
- Kennsla fer fram í Visku
- Hefst í september 2023
- Verð: 17.000
Nánari upplýsingar veitir Minna Björk í síma 847-6690 – Stéttarfélög hafa verið að styrkja slík námskeið- athugaðu þinn rétt
Smelltu hér til að skrá þig
Vöruflokkur: Námsleiðir 2023
Senda fyrirspurn