Viska í samstarfi við nokkra velvalda eyjamenn ætla að bjóða upp á fróðleg erindi fyrir þá sem eru að huga að starfslokum eða jafnvel komin þangað.
Farið verður yfir ýmis mál sem brenna á fólki og gott er að hafa í huga við þessi tímamót.
Erindin munu fara fram í Visku að Ægisgötu 2 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Endilega skráið ykkur til leiks og takið þátt í fróðleik og spjalli.
Fimmtudaginn 2. Nóvember frá kl 16:00-18:00
Haukur Jónsson, Aníta Óðinsdóttir og Hulda Sæland Árnadóttir
- Lífeyrissjóðsmál
- Réttindi og skerðingar hjá Tryggignastofnun
Fimmtudaginn 9. Nóvember frá kl 16:00-18:00
Guðjón Hjörleifsson og Sigurbergur Ármannsson
- Húsnæðismál
- Fjármálin – sjóðir og ávöxtun
Fimmtudaginn 16. Nóvember frá kl 16:00-18:00
Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Thelma Rut Grímsdóttir
- Aukin lífsgæði með hreyfingu og góðri næringu
- Það er gott að hafa gaman, fyrirlestur um félagslíf.