Myndlistarnámskeið í blandaðri tækni með Söru Vilbergs fyrir byrjendur og lengra komna
Lagt upp með skissubækur, akrílliti, bökunarpappír, gelplötur, búmmírúllur, stensla og kjark til að gera tilraunir. Leita að sinni fjöl og njóta þess að skapa. Leiðsögn í lita- og formfræði ásamt myndbyggingapælingum er ávallt samtvinnuð vinnuferlinu. Unnar verða collage – myndir (klippimyndir) á masoniplötur. Skoðuð verða verk og vinnuaðferðir listafólks (myndbönd, bækur). Skissubækur eru einnig frábær verkfæri í myndsköpun. Skissubók er hugmyndabanki, vinnusvæði, hugleiðslustaður, minnispunktageymsla og svo margt fleira. Í henni er hægt að fletta upp til að koma sér í sköpunargírinn. Þátttakendur þurfa að koma með akrílliti, pensla, bökunarpappír og límefni. (matt,medioum eða mod podge, fæst í myndlistarvörubúðum. Annað verður á staðnum.
Kennsla fer fram dagana 15.-17. September 2023
- september: 20:00-22:00
- september: 10:00-16:00
- .september: 10:00-16:00
Leiðbeinandi er Sara Vilbergsdóttir
Sara Vilbergsdóttir er fædd 2.ágúst, 1956. Hún nam myndlist í Fjölbraut í Breiðholti, Myndlista- og handíðaskólanum og Statens Kunstakakdemi í Osló. Síðan námi lauk, fyrir rúmum 30 árum, hefur hún starfað óslitið að eigin listsköpun og við myndlistarkennslu. Kennt öllum aldurshópum allt frá leikskólabörnum upp í eldri borgara. Hún hefur kennt í leikskóla, grunnskólum, Tómstundaskólanum og myndlistarskólum, lengst af af í Myndlistarskóla Kópavogs. Hún kennir nú einnig í Ljósinu,sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Á myndlistarsviðinu kemur hún víða við, málar, vinnur með blandaða tækni, saumar og pappamassar. Einnig hefur hún um árabil “dúett” málað með systur sinni, sem einnig er myndlistarkona.
Nánari upplýsingar veitir Minna Björk í síma 847-6690
Smelltu hér til að skrá þig