Metnaðarfull, fræðandi en jafnframt notaleg dagskrá frá fimmtudags-eftirmiðdegi fram á hádegi á sunnudag. Þetta er fullkomin helgi fyrir vinahópa, hjón eða einstaklinga sem vilja kúpla sig aðeins út úr hversdagsleikanum, upplifa Vestmannaeyjar á einstakan hátt, læra nýja hluti og njóta í leiðinni.
Helgin byrjar á fordrykk og kvöldmat á fimmtudegi. Yfir helgina verður svo dagleg morgunhreyfing, fyrirlestur, útvist, ásamt hádegis- og kvöldverði. Kvöldverður föstudag og laugardag er ekki innifalinn í verði. Fyrir þau sem eru að koma ofan af landi og gista á hótelinu, er innifalinn morgunverður.
Sértilboð og -opnanir hjá fyrirtækjum í bænum verða einnig í boði fyrir hópinn, þar með talin; nuddþjónusta ásamt snyrti og dekurmeðferðum hjá hárgreiðslu- og snyrtistofum bæjarins.
Fyrirlestrar:
praktísk næringarfræði
Betri svefn
Heilsubótartímar:
Mjúkt Yoga
Fysio Flow
Happy hips
Yoga nidra
Útisvist – með leiðsögn
Ganga um miðbæ Vestmannaeyja
Létt ganga í náttúrur Eyjanna
Fjallganga
Útihlaup
Þögul ganga inn í Eldfellsgíg
Dagskráin er þannig samsett að nægt rými er fyrir slökun, spjall og upplifun sem hver og einn getur sniðið að sínum eigin þörfum og vilja milli daga.
Verð fyrir helgina er:
án gistingar: 75.000 kr. / með gistingu: 120.000 kr.