Námskeið í trérennismíði fyrir byrjendur og lengra komna með tveimur mjög reyndum og góðum kennurum. Það eru þeir Magnús Kristmannsson og Guðmundur Magnússon sem ætla að koma til eyja með bekki með sér og kenna handbrögðin. Þeir eru báðir húsasmíðameistarar og kennarar að mennt og hafa mikla reynslu af kennslu. Markmiðið er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar.
Skráning : minna@viskave.is eða í síma 847-6690
Staðsetning: Ægisgata 2