Námskeið um kynheilbrigði fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og/eða aðrar fatlanir
0 kr.
Námskeið um kynheilbrigði fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og/eða aðrar fatlanir í Vestmannaeyjum
Markmið námskeiðsins er að einstaklingar með fötlun fái tækifæri á að læra um:
- Kynheilbrigði
- Heilbrigð og óheilbrigð sambönd
- Góða og vonda snertingu
- Þekkja eigin mörk og virða mörk annarra
- Samþykki og traust
Námskeiðið er byggt upp með fræðslu, vinnuverkefnum og umræðum.
Kennslufyrirkomulag
- Námskeiðið er 6 klst og er kynjaskipt
- Námskeiðið er á dagvinnutíma, kennt verður bæði í Heimaey vinnu og hæfingastöð og í Visku
Kennari: Lísa Njálsdóttir félagsráðgjafi
Tímasetning: 22, 23 og 24 febrúar
Skráning: minna@viskave.is eða í síma 847-6690
Vöruflokkur: Námskeið 2023
Senda fyrirspurn