Uppstillingar, námskeið í Vesmanneyjum, 18-19 febrúar 2023
Við miðum við að vinna með olíu á meðalstóran striga, frá ca 30×40 – 50×60, allt eftir viðfangsefni.
Ef einhver er vanur og vill frekar vinna með akrýl-liti er það einnig velkomið (ég hef töluverða reynslu af því að mála með akrýl) Við ætlum að mála uppstillingar. Hver gerir sína uppstillingu, svona hæfilega flókna miðað við tveggja daga vinnu. Annað hvort komið þið með góða útprentaða mynd af uppstillingunni eða gerið gerið hana á staðnum og vinnið eftir henni „life“ Fyrri dagurinn verður meira að teikna og skoða myndbyggingu, gera hálfgert undirmálverk og svo á degi tvö að fara yfir aðra umferð með meiri áherslu á nákvæmni.
Það er að mörgu að huga sem væri of langt mál í þessa auglýsingu þannig að áhugasamir mega endilega senda mér tölvupóst á karljj@simnet.is ef þeir vilja vita meira og vera búnir að gera sig sem mest klára áður en við byrjum t.d. þeir sem ætla að vinna eftir mynd, það væri gott að fá að sjá þær. Það er ekki bara nóg að hugsa um áhugaverða hluti að mála, það þarf að huga t.d. að skugga, sjónarhorni, bakgrunni o.s.frv.
Nánari upplýsingar veitir Minna, minna@viskave.is og í síma 488-0115 / 847-6690
Fullt er orðið á námskeiðið og munu allir þeir sem að áttu pláss á námskeiðinu eiga pláss á því þegar að það það fer fram.