Heim

Forsíða

Vinnustofa með Sossu

                       

Vinnustofa í olíumálun fyrir einstaklinga með nokkra grunnþekkingu og reynslu í myndlist.  Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni að verkefnum sínum langa helgi og leitast við að aðstoða hvern og einn eftir bestu getu.

Farið verður yfir mismundandi tækni og notkun olíulit í myndlist  með áherslu á notkun spaða.  Þátttakendur taka með sér liti og striga (40x50 eða 50x60) pensla og spaða, betur auglýst síðar.

Við byrjum á stuttum inngangi síðdegis föstudeginum 15. apríl þar sem m.a. verður tekin fyrir áherslur í myndbyggingu og litameðferð.  

Á laugardeginum byrjum við fyrir hádegi á hugmyndavinnu og myndbyggingu.      Eftir hádegi sama dag og fram á síðdegi sunnudaginn 17.apríl – málun.

Leiðbeinandi er Sossa http://www.sossa.is/

Verð: 19.500 kr.-

Ævintýri bragðlaukana

Ævintýri bragðlaukana
Námskeiðið verður á laugardaginn 12.mars kl 11:30 í húsnæði VISKU Strandvegi 50
- enn er hægt að bæta nokkrum við,
skráning í síma 481-1111 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ævintýri bragðlaukanna er námskeið sem kennt er í heimahúsi eða fyrirtækjum og er stútfullt af litríkri og frábærri næringu fyrir líkama og sál. Námskeiðið er fullt af fróðleik og fallegri næringu sem unnin er úr 100% hreinni afturð. Við kynnumst hráfæðis sushi, hollum og góðum flatbökum, upplifum sósu ævintýri og förum í RAW sætubita ferðalag.
Um er að ræða allt í senn s.s. fróðleiks upplifun almenna næringu, ávinning af réttri næringu, undirbúning að einfaldleika við matseld, hvernig getum við bætt meira grænmeti og ávöxtum inn í daglegt líf, hvernig við getum gert millimál orkumikill með færri hitaeiningum, hvernig við getum sparað pening með því að nesta okkur fyrir daginn, hvaða áhöld getum við notað til að gera matinn meira spennandi, hver eru einkenni fæðuóþols og síðast en ekki síst skyndibiti – hvað er það?
       

Page 1 of 20

Viska titt-val

 

Myndir úr starfinu

Viska á Facebook

Go to top